Afturköllun ESB-aðildarumsóknarinnar á eftir að reynast Sjálfstæðisflokknum þyngri í skauti en
Framsóknarflokknum en fyrrnefndi flokkurinn sendi kjósendum misvísandi skilaboð um hvort efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er mat tveggja stjórnmálafræðinga.
„Þó að það séu ákveðnir minnihlutar Evrópusinna í báðum stjórnarflokkunum er sá minnihluti miklu stærri í Sjálfstæðisflokknum en Framsóknarflokknum. Þess vegnar er þetta erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega fyrir formanninn í ljósi þess að það eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, í umfjöllun um þsesi mál í Morgunblaðinu í dag.
Stefanía Óskarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir óheppilegt að misvísandi skilaboð hafi komið frá Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar. Annars vegar hafi verið tiltölulega skýr landsfundarályktun en hins vegar séu til margar upptökur af Bjarna Benediktssyni og fleiri forystumönnum flokksins þar sem þeir segja stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrrihluta kjörtímabilsins.