Fáir mótmælendur eru orðnir eftir á Austurvelli en að sögn blaðamanns mbl.is sem var á svæðinu náðu mótmælin hámarki um klukkan hálffjögur en boðað var til þeirra klukkan þrjú um leið og þingfundur hófst á Alþingi.
Lögreglan telur að þegar mest var hafi um 3.500 manns verið á svæðinu eins og mbl.is fjallaði um í dag. Eftir það fór að fækka í hópnum smám saman. Eins og sjá má á vefmyndavél Mílu virðist umferðin um svæðið vera með hefðbundnu móti.
„Verði ekki Hornstrandir Evrópu“