Fjölmenni á Austurvelli

Fjöldi fólks er sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til að mót­mæla þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að draga aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Að sögn ljós­mynd­ara mbl.is streym­ir fólk enn að úr öll­um átt­um. Fólk sparki í ör­ygg­is­girðingu sem lög­regl­an hef­ur reist og af því skap­ist mik­ill hávaði.

Um 4.500 höfðu boðað komu sína á mót­mæl­in og yfir tólf þúsund manns hafa skrifað und­ir áskor­un til Alþing­is um að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra verði tek­in af dag­skrá og þess í stað verði boðað til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu er með viðbúnað við Alþing­is­húsið en hún hef­ur reist ör­ygg­is­girðingu um­hverf­is húsið. Það er gert til að hún geti brugðist hratt við óvænt­um at­vik­um sem upp geta komið.

Hér má sjá beina út­send­ingu frá Aust­ur­velli úr vef­mynda­vél Mílu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert