Fjölmenni á Austurvelli

Fjöldi fólks er samankominn á Austurvelli til að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Að sögn ljósmyndara mbl.is streymir fólk enn að úr öllum áttum. Fólk sparki í öryggisgirðingu sem lögreglan hefur reist og af því skapist mikill hávaði.

Um 4.500 höfðu boðað komu sína á mótmælin og yfir tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra verði tekin af dagskrá og þess í stað verði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með viðbúnað við Alþingishúsið en hún hefur reist öryggisgirðingu umhverfis húsið. Það er gert til að hún geti brugðist hratt við óvæntum atvikum sem upp geta komið.

Hér má sjá beina útsendingu frá Austurvelli úr vefmyndavél Mílu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert