Lýsa yfir stuðningi við þingflokkinn

mbl.is/Hjörtur

Fé­lög sjálf­stæðismanna í Rangár­valla­sýslu lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins að styðja til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

„Stjórn­ir full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Rangár­valla­sýslu, Sjálf­stæðis­fé­lags­ins Fróða, Sjálf­stæðis­fé­lags­ins Kára og Fjöln­is, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Rangár­valla­sýslu lýsa stuðningi við þá ákvörðun þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins að styðja til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.“ Þar seg­ir enn­frem­ur:

„Sú ákvörðun þing­flokks­ins er í fullu sam­ræmi við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins frá síðasta lands­fundi þar sem ályktað var að hags­mun­um Íslands væri bet­ur borgið með því að standa fyr­ir utan Evr­ópu­sam­bandið. Lands­fund­ur áréttaði einnig að aðild­ar­viðræðum við ESB skyldi hætt og þær ekki tekn­ar upp að nýju nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er að mati of­an­greindra stjórna að fram­fylgja þeirri stefnu sem æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins markaði í aðdrag­anda síðustu þing­kosn­inga.“

Frétt mbl.is: Fagna því að um­sókn­in sé dreg­in til baka

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka