Met slegið í ómerkilegheitum

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að ut­an­rík­is­ráðherra hefði slegið met í ómerki­leg­heit­um í grein­ar­gerð þings­álykt­un­ar­til­lögu um að draga til baka um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann sagðist sjá þar fingra­för ráðherr­ans sem mætti hafa mikla skömm fyr­ir.

Stein­grím­ur sagði að í grein­ar­gerðinni mætti finna dylgj­ur og áburð og hann tryði því ekki upp á einn ein­asta mann í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að hafa sett svona texta á blað. 

Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók und­ir þetta og sagði eng­an emb­ætt­is­menn geta sett álíka greina­gerð sam­an. Hún hlyti að vera skrifuð af ut­an­rík­is­ráðherra sjálf­um. Þar kæmi meðal ann­ars fram að lík­ur væru á því að þing­menn sem samþykktu að Ísland sækti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hefðu þar með brotið gegn stjórn­ar­skrá lands­ins.

Úr þingsal heyrðist þá kallað að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, hefði samið grein­ar­gerðina og upp­hófst mik­ill hlát­ur.

„Það væru all­ir bros­andi í dag“

Páll Val­ur Björns­son, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, sagðist hafa verið já­kvæður og upp­byggi­leg­ur frá því hann tók sæti á Alþingi. Hann hefði hvatt til sátta og sam­vinnu. Nú fynd­ist hon­um hann hins veg­ar vera illi­lega svik­inn af rík­is­stjórn­inni.

Hann bað þing­menn að ímynda sér að ut­an­rík­is­ráðherra hefði lagt fram á föstu­dag þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að þjóðin fengi að kjósa sam­hliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. „Það væru all­ir bros­andi í dag.“

Hins veg­ar hefði ut­an­rík­is­ráðherra - og rík­is­stjórn­in - kallað fólkið aft­ur út á Aust­ur­völl. „Þetta er öm­ur­leg­ur dag­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert