Veiðigjaldið dregur úr veiðum

Veiðigjald dregur úr mætti samfélagsins, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja.
Veiðigjald dregur úr mætti samfélagsins, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. mbl.is

Í breytingartillögu um lög um stjórn fiskveiða og lög um veiðigjöld, sem send hefur verið hagsmunaaðilum til umsóknar, er gert ráð fyrir því að almennt og sérstakt veiðigjald falli niður að öllu leyti eða hluta á einstökum tegundum.

Þá er einnig lagt til að Byggðastofnun hafi til ráðstöfunar 8,54 prósent af heildaraflahlutdeild í úthafsrækju og rækju á miðum við Snæfellsnes til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.

„Byggðastofnun situr á ákveðnum heimildum sem hafa komist til hennar vegna gjaldþrota. Hér er verið að liðka fyrir því að stofnunin geti átt þessar heimildir og deilt þeim út í byggðalegum tilgangi,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis í samtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Einnig er lögð til sérstök veiðiskylda á úthafsrækju og er með því verið að leitast við að koma í veg fyrir að útgerðir sitji á aflaheimildunum án þess að nýta þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert