Vilja framhaldið í dóm þjóðarinnar

AFP

Samtökin Já Ísland hafa hafið undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþingi að leggja framhald viðræðna við Evrópusambandið í dóm allra Íslendinga. Söfnunin hófst kl. 22 í gærkvöldi, sunnudag, og hafa nú rúmlega 5.300 manns skrifað undir.

„Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu,“ segir á undirskriftasíðunni, thjod.is.

„Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun hér þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert