„Ég hef þó ekki logið að þinginu“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Skjáskot af Althingi.is

Ut­an­rík­is­ráðherra upp­lýsti á Alþingi í kvöld að hann ætlaði að láta prenta þings­álykt­un­ar­til­lögu sína, um að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið yrði dreg­in til baka, aft­ur upp þar sem gerðar yrðu breyt­ing­ar í sam­ræmi við at­huga­semd­ir sem komið hefðu fram hjá þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Vísaði hann þar til um­mæla í grein­ar­gerðinni um að ein­hverj­ir þing­menn hefðu samþykkt um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sum­arið 2009 gegn eig­in sam­visku.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði að betra hefði verið ef Gunn­ar Bragi hefði tekið til­lit til um­ræddra at­huga­semda í gær þegar Stein­grím­ur hefði komið þeim á fram­færi. Kallaði hann hins veg­ar eft­ir af­sök­un­ar­beiðni frá ut­an­rík­is­ráðherra vegna máls­ins. Gunn­ar Bragi kallaði þá fram í: „Ég hef þó ekki logið að þing­inu eins og þú.“ Stein­grím­ur brást illa við þeim um­mæl­um og krafðist þess að ráðherr­ann væri vítt­ur.

Fleiri þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar komu í ræðustól og fóru fram á það að ráðherr­ann yrði vítt­ur fyr­ir um­mæli sín í garð Stein­gríms og ít­rekuðu enn­frem­ur kröf­ur um að hann bæðist af­sök­un­ar á um­mæl­un­um í grein­ar­gerðinni. Þá voru einnig ít­rekaðar kröf­ur um að þing­fundi yrði slitið eða í það minnsta frestað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert