Freigátan Primauguet, sem er sérhæfð í kafbátavörnum, hefur viðdvöl í Reykjavík frá 26. febrúar til 1. mars næstkomandi. Þessi heimsókn er hluti af samstarfi Frakklands og Íslands á sviði varnarmála, þar sem löndin eru bandalagsríki.
Freigátan kemur til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt heræfingum á sjó og í lofti á vegum NATO, sem nefndar eru Dynamic Mongoose 14.
Skipið er 139 m á lengd, 15 m á breidd. Áhöfnin telur 240 meðlimi.