Lokaðir í firðinum í 50 daga

Eftir að mokað var í gærmorgun varð vegurinn greiðfær þrátt …
Eftir að mokað var í gærmorgun varð vegurinn greiðfær þrátt fyrir hátt snjóstálið. Ljósmynd/Jens Garðar Helgason

Þrátt fyrir að ferlirit Veðurstofunnar sýni að óvenjulítill snjór sé í mörgum byggðum landsins hafa íbúar á Austurlandi búið við annan veruleika. Snjóþunginn er það mikill að víða hafa vegir lokast og fólk ekki komist leiðar sinnar.

Oddsskarð tepptist um nýliðna helgi er þar gerði vonskuveður. Snjórinn er svo mikill í skarðinu að sögn sjónarvotta að topplyftan á skíðasvæðinu er komin á kaf.

Íbúar á Seyðisfirði hafa einnig orðið fyrir barðinu á veðurguðunum en Fjarðarheiði lokaðist nýlega í fimm daga. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir lokanir á heiðinni ekki óvenjulegar yfir vetrartímann. „Frá byrjun janúar til loka maí á síðasta ári var heiðin lokuð samanlagt í 50 daga eða nærri því tvo mánuði. Við erum því vön því að heiðin geti lokast en það er samt sem áður alltaf jafn óþægilegt,“ segir Arnbjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert