Meirihluti á móti inngöngu í ESB

AFP

Meirihluti félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er andvígur inngöngu í Evrópusambandið af þeim sem afstöðu tóku með eða á móti í skoðanakönnun sem gerð var fyrir félagið og kynnt á aðalfundi þess 5. febrúar síðastliðinn. 60% eru samkvæmt því andvíg inngöngu í sambandið en 40 henni hlynnt.

Samtals eru 42,9% mjög eða frekar ósammála því að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og þar af 30,4% mjög. Hins vegar eru 28,6% hlynnt inngöngu í sambandið og þar af 16,1% mjög. Aðrir svöruðu hvorki né.

Þess má geta að stjórn Félags atvinnurekenda sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um þá ákvörðun stjórnvalda að slíta viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í tilkynningunni var tíundaður stuðningur félagsmanna þess við áframhaldandi viðræður og andstöðu við krónuna sem framtíðargjaldmiðil samkvæmt áðurnefndri könnun, Ekki var hins vegar minnst á afstöðu þeirra til inngöngu í sambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert