Mótmæli standa yfir á Austurvelli annan daginn í röð. Eins og í gær er þeirri fyrirætlan stjórnvalda mótmælt að ætla sér að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Töluvert færri mótmælendur eru í dag en í gær.
Meðan á mótmælum stendur fyrir utan Alþingishúsið er þingfundur í fullum gangi innan dyra. Sem stendur er rætt um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Þrettán þingmenn eru enn á mælendaskrá og verður að teljast ólíklegt að umræðan klárist í kvöld, enda farið upp í andsvör við hverja einustu ræðu.
Auk þess á forsætisnefnd Alþingis eftir að funda um á ný í kvöld um þingsályktunartilögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og verður eflaust karpað um fundarstjórn forseta eftir að þeim fundi lýkur.
Hér má sjá beina útsendingu frá Alþingi