Mótmælunum, sem hófust á Austurvelli klukkan 17:00 í dag vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að draga umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið til baka, er lokið og er lögreglan þessa stundina að taka saman öryggisgirðingar sínar fyrir framan alþingishúsið.
Mótmælin, sem voru talsvert fámennari en í gær, náðu hámarki á milli klukkan 17:00 og 18:00 en síðan fór smám saman að fækka í röðum mótmælenda.