Endurvinnslan hækkar skilagjald

mbl.is/Kristinn

Skilagjald fyrir drykkjarumbúðir hækkar 1. mars næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu frá Endurvinnslunni og fer úr 14 krónum á hverja einingu í 15 krónur.

„Þetta mun þýða 1 krónu hækkun á drykkjum í skilakerfi, en Endurvinnslan vill benda á að þessi hækkun er tilkominn vegna skilagjalds sem fæst endurgreitt, ekki er um almenna hækkun að ræða frá framleiðendum og innflytjendum. Endurvinnslan þakkar viðskiptavinum fyrir góð skil árið 2013, en það ár voru bestu skil sem mælst hafa hér á landi eða um 90%. Til gamans má geta þess að frá stofnun Endurvinnslunnar 1989 hefur fyrirtækið móttekið um 1.775.000.000 dósir og flöskur. Lagðar hver ofan á aðra, myndu þessar umbúðir ná um 390 þúsundir kílómetra, en það er nokkurn vegin vegalengdin til tunglsins,“ segir ennfremur.

Þá kemur fram að árlega flytji Endurvinnslan út um 750 tonn af áli sem verða nýjar áldósir 60 dögum seinna og um 1800 tonn af plasti sem notað er í ýmsar vörur eins og flís. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert