Kallaði ráðherra „helvítis dóna“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, kallaði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, „hel­vít­is dóna“ og sagði að hann hefði kastað í hana papp­ír þegar hún var í ræðustól. „Hann hend­ir ekki í mig papp­ír­um þegar ég hef orðið,“ sagði Katrín og krafðist þess að ráðherra yrði vítt­ur. Ekki var orðið við því.

„Virðuleg­ur for­seti, er þetta venj­an hér?“ spurði Katrín sem var bæði brugðið og afar reið yfir hátt­semi ráðherr­ans.

For­seti sagðist ekki þurfa að gera sér­stak­ar at­huga­semd­ir við þetta, þar sem for­dæmi væru fyr­ir hátt­semi ráðherr­ans. Bjarni kom síðar upp í ræðustól og sagðist ekki hafa kastað nein­um papp­ír. Hann hafi ein­göngu lagt blaðið fyr­ir Katrínu.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í ræðustól og nefndi að þegar tveir þing­menn trufluðu þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, nú­ver­andi mennta­málaráðherra, á síðasta kjör­tíma­bili þá hafi þing­fundi verið slitið. Það að trufla þing­mann í ræðustól hafi þótt afar ómerki­legt.

„Lagði var­lega blaðið“

Þetta sagði Katrín úr ræðustól Alþing­is:

„Virðulegi for­seti, er þetta venj­an hér. Að hæst­virt­ir ráðherr­ar skutli í ræðumann papp­ír­um á meðan þeir eru að tala í ræðustól. Hvernig er farið með vít­ur í þess­um þingsal.

Hæst­virt­ur ráðherra get­ur komið hér í ræðustól, kjósi hann svo, og sagt sína mein­ingu hér. Hann hend­ir ekki í mig papp­ír­um þegar ég hef hér orðið. Hæst­virt­ur ráðherra hef­ur hér op­in­berað ósann­sögli sína í aðdrag­anda kosn­inga, hann hef­ur aldrei verið maður til að koma hérna upp og segja hvers vegna en hann er maður til þess að henda í mig papp­ír, á meðan ég stend hér í ræðustól. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.“ Þegar hún gekk úr ræðustóln­um kallaði hún Bjarna svo „hel­vít­is dóna“.

Ræða Katrín­ar

Bjarni kom svo sjálf­ur upp í ræðustól og skýrði sína hlið máls­ins:

„Hér fyr­ir nokkr­um ræðum stóð hátt­virt­ur þingmaður Katrín Júlí­us­dótt­ir og sagði að það væru eng­in mál á dag­skránni. Af því til­efni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dag­skrá þings­ins, en það eru 25 mál á dag­skrá þings­ins í dag. Ég hvorki kastaði nein­um papp­ír­um í hátt­virt­an þing­mann, eins og síðar hef­ur verið sagt, eða réðist að henni eða truflaði, ég bara lagði var­lega blaðið, þetta er dag­skrá Alþing­is.“

Ræða Bjarna

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Bene­dikts­son á Alþingi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert