„Mér finnst þetta ekki siðlegt“

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég spyr hvort það sé siðlegt af þjóð, sem mæl­ist í meiri­hluta and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, að sitja við samn­inga­borð með ærn­um til­kostnaði fyr­ir okk­ar þjóð og Evr­ópu­sam­bandið líka, bara til að fiska, að sjá hvað hugs­an­lega kem­ur upp úr pok­an­um. Mér finnst þetta ekki siðlegt. Við eig­um að koma hreint fram.“

Þetta sagði Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í kvöld í umræðum um skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hann sagðist hlynnt­ur því að kosið yrði um fram­hald máls­ins í þjóðar­at­kvæði. En þar sem um aðlög­un­ar­ferli að ESB væri að ræða ætti sú spurn­ing að snú­ast um það hvort þjóðin vildi ganga í sam­bandið og þar með halda um­sókn­inni um inn­göngu til streitu á þeirri for­sendu.

Ögmund­ur rifjaði upp for­sögu máls­ins og sagði að illu heilli hefði ekki verið hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla um um­sókn­ina sum­arið 2009. Það hafi VG viljað en Sam­fylk­ing­in hefði hins veg­ar lagst gegn þeirri lýðræðis­legu leið. Hann og fleiri þing­menn VG hafi staðið í þeirri trú að um hefðbundn­ar samn­ingaviðræður yrði að ræða þar sem farið yrði yfir helstu álita­mál. Annað hefði komið á dag­inn. Í gang hefði farið ferli sem gengið hefði út á það að aðlaga ís­lenska stjórn­sýslu að stjórn­sýslu ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert