Rætt um fundarstjórn í 321 mínútu

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is

Á fyrstu tveim­ur þing­fund­um vik­unn­ar var rætt í 321 mín­útu um fund­ar­stjórn for­seta í 292 ræðum. Lengst talaði Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og skammt á eft­ir komu þeir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna, og Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þetta kom fram í máli Karls Garðars­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í umræðu um störf þings­ins á Alþingi í dag. Hann benti á að sam­kvæmt þingsköp­um megi þing­menn koma upp í eina mín­útu til að gera at­huga­semd við fund­ar­stjórn for­seta en ekki eigi að nýta þann ræðutíma í annað. Hann hvatti í kjöl­farið al­menn­ing til að fylgj­ast með því þegar þing­menn kveða sér hljóðs und­ir þess­um lið og um hvað þeir ræða.

Karl sagði eitt stærsta vanda­mál Alþing­is vera van­traust al­menn­ings. Ávallt sé stutt í málþófið og það sé til skamm­ar.

Mikl­ar deil­ur hafa verið á Alþingi í vik­unni vegna ákvörðunar stjórn­valda um að draga til baka um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa gert það sem þeir geta til að koma í veg fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherra nái að mæla fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lög­unni í þess­ari viku en í næstu viku verða ekki þing­fund­ir vegna nefnda­daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka