Steingrímur skoðar réttarstöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna, ætl­ar að fara gaum­gæfi­lega yfir það sem Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í fjöl­miðlum í dag og hvort sá síðar­nefndi hafi end­ur­tekið þær ávirðing­ar sem born­ar voru á hann á þing­fundi í gær. Í fram­hald­inu mun hann skoða rétt­ar­stöðu sína.

Eins og komið hef­ur fram á mbl.is þá kallaði Gunn­ar Bragi fram úr sæti sínu á þing­fundi í gær­kvöldi: „Ég hef þó ekki logið að þing­inu eins og þú.“ Þá var Stein­grím­ur J. í ræðustól. Gunn­ar Bragi kom síðar upp og sagði„Mér þykir miður ef ég hef vegið nærri þing­mann­in­um Stein­grími J. Sig­fús­syni og bið hann af­sök­un­ar á því.“ Stein­grím­ur tók þá af­sök­un gilda.

Í fjöl­miðlum í dag hef­ur komið fram að Gunn­ar Bragi standi við orð sín og rifjaði hann upp þegar Stein­grím­ur var spurður út í samn­inga um Ices­a­ve. Sagði hann marga telja að Stein­grím­ur hefði sagt ósatt úr ræðustóli.

Stein­grím­ur kvaddi sér hljóðs á þing­fundi í kvöld og bað þing­menn um að hlífa þing­inu við frek­ari umræðu um þetta mál. Nú hafi ein­stak­ling­ur­inn Gunn­ar Bragi að ein­hverju leyti end­ur­tekið ávirðing­arn­ar við fjöl­miðla og til séu hljóðupp­tök­ur af því. Hann sagði ætla að hlusta á þær og skoða rétt­ar­stöðu sína í fram­hald­inu.

Stein­grím­ur sagðist telja að hann hefði fengið sæmi­lega heiðvirða af­sök­un­ar­beiðni í gær og hana hefði hann tekið gilda. Hann átti ekki von á því að fram­hald yrði á. Nú hafi það orðið og segi mest um Gunn­ar Braga sjálf­an.

Hann sagði þetta mjög al­var­leg­ar ávirðing­ar og ásak­an­ir. Það að ráðherra segi þingi ósatt leiði yf­ir­leitt til taf­ar­lausr­ar af­sagn­ar, alla vega í ná­granna­lönd­un­um. Stein­grím­ur sagði því best að færa þessi sam­skipti Stein­gríms J. og Gunn­ars Braga út fyr­ir veggi Alþing­is þar sem fram­haldið komi í ljós.

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunn­ar Bragi Sveins­son. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert