Vörður styður Bjarna

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. mbl.is/Rax

Stjórn Varðar – Full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík styður formann Sjálf­stæðis­flokks­ins og þings­álykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að draga aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. „Ákvörðunin er í full­komnu sam­ræmi við álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um ut­an­rík­is­mál en þar seg­ir m.a. „Áréttað er að aðild­ar­viðræðum við ESB verði hætt og þær ekki tekn­ar upp aft­ur nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir í álykt­un frá fé­lag­inu.

Svo seg­ir: 

Vert er að hafa í huga að áður en rík­is­stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sótti um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu krafðist fjöldi fólks þess að þjóðin fengi að greiða at­kvæði um hvort sótt yrði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Sömu þing­menn og virtu radd­ir þessa fólks að vett­ugi krefjast þess nú að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort slíta eigi viðræðunum.  Tví­skinn­ung­ur viðkom­andi þing­manna er al­gjör.

Skoðanakann­an­ir á síðustu árum hafa ít­rekað sýnt fram á að mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar vill ekki að Ísland gangi inn í Evr­ópu­sam­bandið. Rík­is­stjórn­in á sann­ar­lega lof skilið fyr­ir að hlusta á og fylgja eft­ir vilja þjóðar­inn­ar í þessu viðamikla máli. Þá ber að fagna því að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins fylgi eft­ir álykt­un lands­fund­ar af bæði heil­ind­um og staðfestu.  Stjórn Varðar lýs­ir ein­dregið yfir trausti á for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Er það von stjórn­ar­inn­ar að kjörn­ir full­trú­ar flokks­ins haldi áfram að vinna að góðum mál­um í sam­ræmi við álykt­an­ir lands­fund­ar.  Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun hér eft­ir sem hingað til vera for­ystu­afl í að leiða umræðu og stefnu í ut­an­rík­is­mál­um, Íslandi og Íslend­ing­um til hag­sæld­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert