Árni Páll boðar liðssöfnun

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú gefst okkur betra ráðrúm til að safna liði gegn framgöngu stjórnarflokkanna og knýja á um málamiðlun í þágu þjóðarhagsmuna.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar þess að samkomulag náðist á Alþingi um það hvernig haldið yrði á málum varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til baka.

Hann segir samkomulagið mikilvægt í þessu ljósi enda verði umræðu um þingsályktunartillöguna frestað þar til 10. mars eftir að utanríkisráðherra mælir fyrir henni síðar í dag. „Forseti Alþingis tekur að sér að leita hófanna með samninga um breytingar á tillögunni í næstu viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert