Kvarta við forseta vegna Vigdísar

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, hafa sent forseta Alþingis bréf vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á samskiptavefnum Facebook þar sem hún hvatti fyrirtæki til þess að auglýsa ekki í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um hana í blaðinu. Þetta upplýsir Birgitta á Facebook-síðu sinni í dag.

„Við Katrín Júlíusdóttir vorum rétt í þessu að senda forseta Alþingis bréf þar sem við vekjum athygli á ummælum Vigdísar Hauksdóttur, þar sem hún hvatti fyrirtæki til að hætta að auglýsa hjá Kvennablaðinu vegna greinar um hana. Ég mun svo fylgja málinu eftir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í næstu viku. Ljóst er að það myndi vera stórkostlega til bóta ef við þingmenn hefðum getað sett okkur siðareglur sem því miður tókst ekki á síðasta kjörtímabili vegna mótþróa núverandi stjórnarflokka. En við hvöttum forseta Þingsins til að halda áfram vinnunni við siðareglurnar svo að það sé þingmönnum í fersku minni hvað er siðlegt eður ei,“ segir Birgitta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert