Þingfundi ítrekað frestað

mbl.is/Hjörtur

Þingfundi hefur ítrekað verið frestað í kjölfar þess að þingflokksformenn funduðu með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, í hádeginu. Þingfundur átti að hefjast klukkan 13:30 en var þá frestað til klukkan 14:00. Þá var fundi frestað til 14:30 og nú síðast tilkynnti Einar að þingfundi yrði frestað til klukkan þrjú.

Samkvæmt heimildum mbl.is standa yfir viðræður um framhald umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið sem rædd hefur verið á Alþingi undanfarna daga. Þegar þeirri umræðu er lokið mun Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að draga umsóknina til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert