68% vilja halda viðræðum opnum

MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum eða slíti þeim formlega. Nokkur meirihluti sagðist vilja að Ísland héldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 67,9% vilja að aðildarviðræðum yrði haldið opnum, borið saman við 32,1% sem sagðist vilja að aðildarviðræðum yrði slitið formlega.

Könnunin var framkvæmd dagana 25. til 28. febrúar 2014 og var heildarfjöldi svarenda 1013 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum sögðust 49,6% vilja að Ísland héldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, borið saman við 50,4% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum yrði slitið formlega.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum sögðust 41,3% vilja að Ísland héldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, borið saman við 58,7% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum yrði slitið formlega.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust hafa kosið Samfylkinguna í síðustu kosningum sögðust 98,2% vilja að Ísland héldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum, 92,5% þeirra sem kusu Vinstri-græn, 97,1% þeirra sem kusu Bjarta framtíð og 88,2% þeirra sem kusu Pírata.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka