68% vilja halda viðræðum opnum

MMR kannaði á dög­un­um af­stöðu al­menn­ings til þess að Ísland haldi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið opn­um eða slíti þeim form­lega. Nokk­ur meiri­hluti sagðist vilja að Ísland héldi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið opn­um. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 67,9% vilja að aðild­ar­viðræðum yrði haldið opn­um, borið sam­an við 32,1% sem sagðist vilja að aðild­ar­viðræðum yrði slitið form­lega.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 25. til 28. fe­brú­ar 2014 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1013 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Af þeim sem tóku af­stöðu og sögðust hafa kosið Fram­sókn­ar­flokk­inn í síðustu kosn­ing­um sögðust 49,6% vilja að Ísland héldi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið opn­um, borið sam­an við 50,4% sem sögðust vilja að aðild­ar­viðræðum yrði slitið form­lega.
Af þeim sem tóku af­stöðu og sögðust hafa kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn í síðustu kosn­ing­um sögðust 41,3% vilja að Ísland héldi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið opn­um, borið sam­an við 58,7% sem sögðust vilja að aðild­ar­viðræðum yrði slitið form­lega.

Af þeim sem tóku af­stöðu og sögðust hafa kosið Sam­fylk­ing­una í síðustu kosn­ing­um sögðust 98,2% vilja að Ísland héldi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið opn­um, 92,5% þeirra sem kusu Vinstri-græn, 97,1% þeirra sem kusu Bjarta framtíð og 88,2% þeirra sem kusu Pírata.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert