Réðst ítrekað á móður sína

AFP

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 31 árs karl­mann í tólf mánaða fang­elsi fyr­ir að svipta móður sína frelsi og ráðast að henni ít­rekað. Maður­inn hótaði meðal ann­ars að slíta út­limi af móður sinni. Hon­um var gert að greiða henni rúm­ar 700 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur.

Í ákæru seg­ir að maður­inn hafi:

  • mánu­dag­inn 19. sept­em­ber 2012 veist að móður sinni með því að grípa um báða hand­leggi henn­ar, hrist hana og síðan skallað í vinstri auga­brún henn­ar, með þeim af­leiðing­um að hún hlaut glóðar­auga og mar á vinstri auga­brún.
  • þriðju­dag­inn 9. októ­ber 2012 slegið bróður sinn nokk­ur högg í and­lit og höfuð með þeim af­leiðing­um að það blæddi úr vinstra eyra, hann hlaut bólg­ur á vinstra gagn­auga, hrufl á vinstra eyra og eymsli í vinstri kinn og kjálka.
  • að morgni þriðju­dags­ins 22. janú­ar 2013, í bif­reið sem móðir hans ók:
  1. Á Höfðabakka­brú, tekið móður sína hálstaki og slegið hana ít­rekað með kreppt­um hnefa í and­lit, á meðan hún ók bif­reiðinni.
  2. Á Gull­in­brú, tekið hana hálstaki og slegið hana margsinn­is með kreppt­um hnefa í and­lit, á meðan hún ók bif­reiðinni.
  3. Á bif­reiðastæði fyr­ir fram­an Borg­ar­holts­skóla við Skóla­veg, tekið móður sína hálstaki, fært höfuð henn­ar á læri sér, þar sem hann sat í farþega­sæt­inu, haldið henni þannig fastri þannig að hún komst ekki út úr bif­reiðinni, eða í um hálfa klukku­stund, slegið hana margsinn­is með kreppt­um hnefa í and­lit og lík­ama, tekið um hægri úlnlið henn­ar og snúið upp á hand­legg­inn og hótað því að slíta af henni út­limi henn­ar og höfuð og að ætla að stinga hana með hnífi, sem hann kvaðst vera með.
  4. Í kjöl­far þess að hún komst út úr bif­reiðinni, numið á brott með sér úr bif­reiðinni, þar sem hún stóð á bif­reiðastæðinu við Borg­ar­holts­skóla, gler­augu móður sinn­ar, kveikju­lá­slykla bif­reiðar­inn­ar og veski með 32.000 kr. í pen­inga­seðlum, greiðslu­kort­um, lykl­um, auðkenn­islykli og farsíma.

Maður­inn játaði sök og var dæmd­ur í árs fang­elsi. Hon­um var, eins og áður seg­ir, gert að greiða móður sinni bæt­ur en einnig bróður sín­um 560 þúsund krón­ur.

Í dóm­in­um seg­ir að á ár­un­um 2006 til 2011 hafi maður­inn einu sinni geng­ist und­ir sekt­ar­greiðslu vegna um­ferðarlaga­brota. Þá var hann í tvígang á þessu tíma­bili dæmd­ur í sekt­ar­greiðslur vegna um­ferðarlaga­brota og hann var með dómi Hæsta­rétt­ar 23. maí 2013 dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi.

Þá seg­ir að brot manns­ins séu mjög al­var­leg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert