„Við eigum að vera hér fyrir fólkið“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, verði að taka skoðanakannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. „Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt.“

Þetta segir Karl á samfélagsvefnum Facebook og er þar að bregðast við könnunum þar sem fram kemur að stjórnarflokkarnir tapa fylgi og að fleiri en færri vilja fá að kjósa um það hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

„Stjórnarflokkarnir verða að taka kannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt. Það er mikilvægt að átta sig á þeim skilaboðum sem verið er að senda og bregðast skjótt við. Ef það verður gert hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu,“ segir Karl á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert