Hrakspár rættust ekki

Fátt bendi til að ungdómurinn í dag sé berskjaldaðri fyrir …
Fátt bendi til að ungdómurinn í dag sé berskjaldaðri fyrir áfengi. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum færst nær menningu Mið- og Suður-Evrópubúa sem drekka í miðri viku án þess að fara á fyllerí en erum ekki alveg komin þangað,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

25 ár eru liðin í dag frá því að bjórbannið var afnumið en Helgi hefur rannsakað bjórbannið og áhrif bjórsins á íslenskt samfélag ítarlega. Hann segir suma spádóma manna um áhrif hans hafa ræst en aðra ekki. Áfengisneysla hafi aukist eins og spáð var en benda megi á að þar spili annað inn í, svo sem miklu fleiri áfengisbúðir og barir sem eru yfir þúsund í dag en voru fáeinir tugir 1980.

„Það gerðist hins vegar ekki sem margir spáðu að bjórinn myndi bætast ofan á sterkvínsneysluna sem var fyrir. Það var helsti kosturinn við afnám bjórbannsins; neyslan færðist yfir á veikari tegundir frá þeim sterkari,“  segir Helgi meðal annars um áhrif bjórvæðingarinnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert