Rannveig hættir í stjórnmálum

Rannveig Ásgeirsdóttir.
Rannveig Ásgeirsdóttir. mbl.is

Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Y-lista Kópavogsbúa og formaður bæjarráðs, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum þegar þessu kjörtímabili lýkur og gefa ekki kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Kópavogsfrétta í dag. Þar segir ennfremur að Rannveig sé eini bæjarfulltrúinn sem setið hafi í meirihluta allt kjörtímabilið.

„Það er allt of algengt að stjórnmálamenn sitji áfram sem ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma. Enginn er ómissandi,“ segir Rannveig í viðtali við Kópavogsblaðið. „Ég bý hins vegar svo vel að hafa starfað með fólki sem allt eru frábærir leiðtogar en geta líka starfað saman í hóp. Þegar maður er búinn að starfa lengi í niðurrifsumhverfi er eðlilegt að menn þreytist örlítið. Mér finnst vera rétti tíminn núna til að skipta óþreyttu liði inn á.“

Fréttin á vef Kópavogsfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert