Leikarar Þjóðleikhússins snæddu kvöldverð á stóra sviðinu

Leikarar og leikstjóri Spamalot gerðu sér óvenjulegan dagamun í vikunni þegar þeir lögðu dúk á hringborð á Stóra sviðinu og snæddu þar dýrindis kvöldverð.

Örn Árnason og Friðrik Friðriksson voru í fararbroddi eldamennskunnar og elduðu matinn í Þjóðleikhúskjallaranum og báru hann svo upp á svið þar sem hópurinn beið spenntur. Þremur tímum síðar var svo hleypt inn í salinn þar sem hópurinn lék og söng í fjörugu verki úr smiðju Monty Python.

Uppskriftir úr Þjóðleikhúsinu má sjá í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina. 

Hópurinn á bak við Spamalot.
Hópurinn á bak við Spamalot. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert