Viðræðunum við ESB sjálfhætt

Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri.
Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Ekki eru möguleikar á neinum varanlegum sérlausnum eða undanþágum í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Í ljósi þessa er viðræðunum í raun sjálfhætt, segir Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Greint er frá málinu í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

Ágúst Þór var einn af höfundum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Hann segir að niðurstaða sín varðandi þrætuepli þeirra sem vilja halda viðræðunum áfram og þeirra sem vilja slíta þeim sé afdráttarlaus. Ljóst sé að ekki sé um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tímabundndar og þá ekki sem yrði hluti af löggjöf Evrópusambandsins.

Ágúst segir að í ljósi þess að ekki verði hægt að fá neinar varanlegar sérlausnir eða undanþágur sé aðildarviðræðum í raun sjálfhætt. „Það horfir þannig við mér og það má algerlega lesa það út úr þeim skrifum sem ég lagði fram í viðaukanum,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka