Vill að málefni Úkraínu verði rædd

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á að málefni Úkraínu verði rædd á fundi utanríkismálanefndar á morgun. Mikilvægt sé að ráðherra og sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mæti fyrir nefndina.

Í bréfi Guðlaugar Þórs til formanns utanríkismálanefndar, Birgis Ármannssonar, segir að ekki þurfi að fjölyrða um alvarleika ástandsins í Úkraínu. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld sýni samstöðu og stuðning við úkraínska þjóð á þessum víðsjáverðu tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert