Það er snjóþekja á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins á Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegi en snjóþekja eða nokkur hálka er allvíða á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum.
Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Vegir í Húnavatnssýslum eru að heita má auðir en hálka er á Þverárfjalli og éljagangur á Vatnsskarði. Það er snjóþekja og ofankoma á Öxnadalsheiði og víða þaðan allt austur á Mývatn.
Slæmt veður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og mokstur í biðstöðu. Fjarðarheiði er þungfær en snjóþekja er á Fagradal og Oddsskarði.
Vegir á Suðausturlandi eru greiðfærir.