Gamlir stöðumælar gleypa léttari tíkallinn

Þessi gerð stöðumæla á það til að gleypa léttari tíu …
Þessi gerð stöðumæla á það til að gleypa léttari tíu krónurnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þessi gleypigangur er þekkt mál. Gömlu stöðumælarnir skila ekki peningunum til baka eins og nýju mælarnir sem gubba þeim bara í gegn ef þeir eru of léttir,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

Nokkrir af gömlu stöðumælunum, sem eru flestir staðsettir í miðborg Reykjavíkur, eiga það til að skynja ekki ákveðna gerð af tíu krónu peningi og gleypa hann, ólíkt nýrri mælum sem skila þeim í gegn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða 10 króna mynt sem var sett í umferð árið 1996 en hún var gerð úr annarri málmblöndu en tíkallinn sem fyrir var. Hún er úr nikkelhúðuðu stáli og 6,9 grömm að þyngd en eldri tíkallinn er úr 75% kopar og 25% nikkel og er 8,0 grömm að þyngd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert