Íslenskir feður taka frekar fæðingarorlof

Íslenskir feður taka í meira mæli fæðingarorlof en feður á öðrum Norðurlöndum eftir því sem fram kemur í nýútkominni skýrslu um staðtölur á sviði félags- og heilbrigðismála.

Á eftir íslenskum feðrum koma sænskir feður og svo norskir. Þar kemur fram að feður á Norðurlöndunum taka í vaxandi mæli þátt í umönnun barna sinna með því að taka fæðingarorlof en þróun og fyrirkomulag fæðingarorlofs er þó ólíkt milli landanna.

Athygli vekur að Ísland er til dæmis eina landið sem hefur barnabætur tekjutengdar auk þess sem í lögum flestra Norðurlanda er börnum tryggður réttur til vistunar á leikskóla. Börn á Íslandi og í Færeyjum eiga ekki sama lagalega rétt á leikskóladvöl og börn á öðrum Norðurlöndum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert