Kólnandi veður og lúmsk ísing

mbl.is/Ómar

Suðvestan- og vestanlands kólnar og frystir með kvöldinu og myndast víða lúmsk
ísing. Norðan- og austanlands léttir einnig til í nótt með ísingarhættu á láglendi.
Reikna má með snjómuggu um tíma suðvestan- og vestanlands seint í kvöld eða
nótt, segir í ábendingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Það er hálka á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en á Suðurlandi er sums staðar nokkur hálka, krapi eða snjóþekja.

Hálka eða hálkublettir eru á köflum í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, hálka er á Bröttubrekku en vegir eru að mestu auðir í Dölunum.

Á Vestfjörðum er hálka á fjallvegum en talsvert autt á láglendi.

Vegir í Húnavatnssýslum eru að heita má auðir en hálka er á Þverárfjalli og hálkublettir á Siglufjarðarvegi. Það er snjóþekja á Öxnadalsheiði og snjóþekja eða hálka þaðan bæði austur á Mývatn og til Húsavíkur. 

Ekki næst að opna Mývatns- og Möðrudalsöræfi í dag en unnið er að mokstri í þeirri von að þar verði opið í fyrramálið. Snjóþekja er á Vatnsskarði eystra en hálkublettir á Fjarðarheiði og Oddsskarði.

Vegir á Suðausturlandi eru greiðfærir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert