Yfirmaður PISA-kannana hjá OECD, Andreas Schleicher, segir að of mikið sé um brottfall í íslenskum skólum, ljóst sé að margir nemendur fari að dragast aftur úr snemma á skólagöngunni.
Hann vill að skólastjórnendur hafi víðtækt vald til að laða góða kennara að skólanum.
„Mikilvægi skólastjórnenda er aldrei hægt að ofmeta,“ segir hann í viðtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.