Verið að moka yfir Fjöllin

Fannfergi í Oddsskarði.
Fannfergi í Oddsskarði. Ljósmynd/Jens Garðar Helgason

Það er snjóþekja á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði líkt og víðast hvar á Suðurlandi. Hálkublettir eru á köflum á Suðurnesjum. Snjóþekja eða hálka er einnig á flestum vegum á Vesturlandi.

Verið er að hreinsa vegi á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Mikladal, Hálfdáni og Steingrímsfjarðarheiði en Kleifaheiði er þungfær. Jeppafært er norður í Árneshrepp.

Snjóþekja er á Þverárfjallsvegi og hálka á Siglufjarðarvegi utan Fljóta en annars eru vegir mikið auðir á Norðurlandi vestra. Það er hálka á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Mývatnsheiði en snjóþekja á Víkurskarði. Á öðrum aðalleiðum við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum eru aðeins hálkublettir eða þá alveg autt.

Mokstur yfir Fjöllin er langt kominn. Snjóþekja er á Jökuldal en hálka þaðan til Egilsstaða og eins á Fjarðarheiði og Oddsskarði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert