Víða snjóþekja og skafrenningur

Reiknað er með þéttum éljagangi og lélegu skyggni í hryðjum …
Reiknað er með þéttum éljagangi og lélegu skyggni í hryðjum suðvestan- og sunnanlands austur í Öræfi til morguns. Rax / Ragnar Axelsson

Reiknað er með þéttum éljagangi og lélegu skyggni í hryðjum suðvestan- og
sunnanlands austur í Öræfi til morguns. Einnig verða él um norðvestanvert landið í
kvöld og nótt allt norður í Skagafjörð.

Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði annars er hálka eða snjóþekja og éljagangur víðast  á Suðurlandi. Á Suðvesturlandi er éljagangur og hálkublettir á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum annars er hálka eða snjóþekja mjög víða. Hálka eða snjóþekja er á Vesturlandi og éljagangur.

Hálka eða hálkublettir eru á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum en Ísafjarðardjúp er að miklu leyti autt. Hálka eða hálkublettir eru á köflum á Norður- og Norðausturlandi einkum á heiðum. Hólasandur er ófær. Snjóþekja og óveður er á Sandvíkurheiði. Þungfært og skafrenningur er á Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Þæfingur og skafrenningur er á Fjarðarheiði annars er hálka eða hálkublettir mjög víða á Austurlandi Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.

Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Vegna vinnu við einbreiða brú má búast við umferðartöfum allt að 30 mínútur í senn milli kl. 8 og 19 miðvikudag til föstudags í þessari viku 5-7. mars og svo mánudag til fimmtudags í næstu viku 10-13. mars.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka