Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist treysta því að áform um byggingu allt að 850 íbúða á Valssvæðinu í Vatnsmýrinni falli vel að samkomulagi ríkis og borgar um flugvallarsvæðið.
Til stendur að hefja framkvæmdir á svæðinu síðar í ár, en forsenda framkvæmdanna er að norðaustur-suðvesturbraut sé aflögð og henni fundinn annar staður.
Hanna Birna minnir á að samkomulag um að áðurnefnd braut víki, óháð staðsetningu flugvallarins, hafi verið í gildi milli ríkis og borgar síðan 1999. Í samræmi við það sé nú í gangi öryggisúttekt af hálfu Isavia.