Seðlabankinn greiddi málskostnað Más

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Rósa Braga

Seðlabanki Íslands greiddi málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna dómsmála hans gegn bankanum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Kjararáð hafði á grundvelli laga nr. 87 frá árinu 2009 lækkað laun Más Guðmundssonar, eins og annarra embættismanna sem undir ráðið féllu.

Már taldi að kjararáði hefði ekki verið heimilt að skerða laun hans og starfskjör eftir skipun hans í embætti. Már tapaði máli sínu fyrir héraðsdómi og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar Íslands. Hinn 24. apríl 2013 felldi Hæstiréttur dóm sinn í málinu. Þar var héraðsdómur staðfestur með viðbótarskýringum á forsendum hans, sem voru staðfestar að öðru leyti. Hæstiréttur ákvað í sínum dómi að „málskostnaður félli niður“ og var það í samræmi við ákvörðun um málskostnað fyrir héraðsdómi. Það orðalag þýðir í raun að hvor málsaðili ber sinn málskostnað og þykir nokkur mildun á niðurstöðu í þágu þess sem tapar máli. Meginreglan er sú, að sá aðili sem vinnur mál sitt fyrir dómnum fær málskostnaðinn, að mati réttarins, bættan af þeim sem tapar málinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert