Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartans í Vatnsmýri, segir áform um að loka einni flugbraut á Reykjavíkurflugvelli vegna framkvæmda á Valssvæðinu hluta af víðtækari áætlun um lokun vallarins.
„Nú sést loks í snjáldrið á úlfinum í gegnum sauðargæruna og sú pressa sem Valsmenn setja á Reykjavíkurborg er borgaryfirvöldum kærkomin. Þarna er að mati formanns borgarráðs stundin til að lýsa því yfir að byggð sé hafin í Vatnsmýrinni,“ segir hann í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.