Komin er á markað sérstök munntóbakssprauta sem ber heitið Mortar. Sprautan er gerð eftir íslenskri hönnun en framleidd í Kína.
Árni Björn Guðjónsson er einn þriggja eigenda fyrirtækisins Mortar ehf. sem hannaði munntóbakssprautuna. Að sögn hans kom hún á markað á fimmtudag í síðustu viku og segir hann söluna framar væntingum.
Eins og stendur er hún eingöngu til sölu í verslunum N1 en að sögn Árna hafa margir áhugasamir sett sig í samband við fyrirtækið. Sprautan kostar 795 krónur. Árni segir að tekið hafi verið mið af plastsprautum, sem seldar eru í apótekum, við hönnunina.