Fólk hvatt til að fara varlega

Spáin klukkan 15:00 í dag
Spáin klukkan 15:00 í dag Veðurvefur mbl.is

„Ef fólk ætlar að ferðast á milli landshluta á næstu dögum þá hvetjum við það til að fara varlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en spáð er miklum vindi á landinu alla næstu viku. 

„Vindurinn liggur dreifður yfir sunnan- og vestanvert landið og færist svo norðaustur síðar í dag. Vindhviðurnar geta farið upp í 50 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum, við Mýrdalsjökul og í Öræfasveit. Vindurinn gengur niður síðdegis en aftur mun hvessa á morgun,“ bætir Elín við. Í kvöld, þegar lægir á Suðurlandi, mun hvessa á Vestfjörðum. 

Reikna má með að mjög blint verði á Hellisheiði og Mosfellsheiði frá því um hádegi í dag og framundir kvöld. Þá má búast við hvössum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi eftir hádegi og fram á kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Versnandi veður þegar líður á daginn

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka