Í forgangsakstri yfir lokaða heiðina

Björgunarsveitir sem verið hafa að störfum í dag eru flestar að ljúka verkefnum sínum en einhverjar munu þó sinna lokunum á vegum fram eftir kvöldi.

30 bílar voru tepptir austan megin við Kjósarskarð á Mosfellsheiði. Stór skafl stöðvaði þar umferðina og ekki losnaði um teppuna fyrr en hann var ruddur.

Á Lyngdalsheiði sat fjöldi bíla fastur og voru tugir manna ferjaðir til byggða. Einnig þurfti að aðstoða rútu með 30 manns innanborðs niður á Laugarvatn.

Á Hellisheiði og í Þrengslum var einnig mikil ófærð en búið að koma öllu fólki til byggða. 40 manns voru í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Þorlákshöfn en henni hefur nú verið lokað. Sjúkrabíll er nú á leið yfir Hellisheiði í forgangsakstri og tryggja björgunarsveitir hnökralausan flutning. Einnig biðu fjölmargir ferðalangar af sér veðrið í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, sex bílar fóru út af milli Hveragerðis og Selfoss og vegfarendur voru aðstoðaðir á Fjarðarheiði, Biskupstungnabraut, við Reykjahlíð, á Þröskuldum og víðar.

Frá Fjarðarheiði í dag.
Frá Fjarðarheiði í dag. Vefmyndavél Vegagerðarinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert