Jafnrétti gagnvart starfsfólki og viðmælendum RÚV

Magnús Geir, nýr útvarpsstjóri. Innlent gæðaefni verður í forgrunni.
Magnús Geir, nýr útvarpsstjóri. Innlent gæðaefni verður í forgrunni. mbl.is/Þórður

„RÚV á að vera mannúðleg stofnun þar sem jafnrétti er í hávegum haft; það á ríkja gagnvart starfsfólki, viðmælendum í þáttum og umfjöllunarefnum. Við eigum að stefna að jafnri stöðu kynjanna og landsmanna út frá búsetu. Ég vil efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni.“

Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, m.a. í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Magnús Geir kemur til starfa í Efstaleiti eftir helgina, en hann hefur sem kunnugt er verið leikhússtjóri Borgarleikhússins síðustu misseri. Hann segir að eitt af helstu áhersluatriðum sínum í starfi útvarpsstjóra verði „að opna samtalið um Ríkisútvarpið, inn á við og út á við. Ég vil að RÚV hvetji til umræðu og skoðanaskipta, að starfsfólk hlusti á þjóðina og þannig hafi eigendur meira um starfsemina að segja. Ég vona að þetta leiði til aukinnar sáttar um Ríkisútvarpið og meiri uppbyggilegrar umræðu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka