Ók ölvaður á móti umferð

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um klukk­an hálf­fjög­ur í nótt um smájeppa sem æki á móti um­ferð á Hring­braut við Sæ­mund­ar­götu. Þegar lög­regla kom á vett­vang stóð ökumaður bif­reiðar­inn­ar við hlið henn­ar og var hann greini­lega ölvaður. 

Aðspurður sagðist ökumaður­inn vera á leið til Hafn­ar­fjarðar en bif­reiðin hafði snú­ist í nokkra hringi, skollið á kant­stein­um og var því óöku­fær. Ökumaður­inn var vistaður í fanga­klefa og verður hann yf­ir­heyrður í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert