Tvö þúsund manns á Austurvelli

Talið er að um tvö þúsund manns hafi tekið þátt í sam­stöðufundi á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um. Ræðumenn á fund­in­um voru þeir Ólaf­ur Stef­áns­son, hand­boltaþjálf­ari og fyrr­ver­andi landsliðsmaður, Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur og Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu.

Ljós­mynd­ari mbl.is var á staðnum.

Hóp­ur­inn sem stend­ur fyr­ir fund­in­um skipu­lagði sams­kon­ar sam­stöðufund síðasta laug­ar­dag og mættu þá á bil­inu 7-8.000 manns. Krafa sam­stöðufund­anna er að hætt verði við að draga til baka aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu og að kosið verði um áfram­hald aðild­ar­viðræðna eins og var lofað í aðdrag­anda kosn­ing­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert