Versnandi veður þegar líður á daginn

Reikna má með því að mjög blint verði á Hellisheiði …
Reikna má með því að mjög blint verði á Hellisheiði og á Mosfellsheiði frá því um hádegi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veður fer ört vers­andi á land­inu þegar kem­ur fram á dag­inn. Varað er við snörp­um hviðum 40-50 m/​s í A-átt und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal frá um kl. 11 til 15. Hvassviðri og snjó­koma víða um land einkum á fjall­veg­um, en hlán­ar suðaust­an- og aust­an­lands.

Til að mynda má reikna með að mjög blint verði á Hell­is­heiði og Mos­fells­heiði frá því um há­degi í dag og fram und­ir kvöld. 

Bú­ast má við hvöss­um vind­hviðum und­ir Hafn­ar­fjalli og á Kjal­ar­nesi eft­ir há­degi og fram á kvöld.

Færð og aðstæður

Hálka er á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um en það er hálka, hálku­blett­ir eða snjóþekja mjög víða á Suður­landi.

Hálka er á Bröttu­brekku og Þæf­ings­færð er bæði á Holta­vörðuheiði og á Svína­dal en mokst­ur er haf­inn.

Á Vest­fjörðum er víða hálka eða hálku­blett­ir á lág­lendi og sumsstaðar élja­gang­ur og skafrenn­ing­ur. Þung­fært er á Þrösk­uld­um og ófært á Stein­gríms­fjarðar­heiði. Snjóþekja er á Hálf­dán og á Mikla­dal. Þæf­ings­færð er á Kleif­ar­heiði og frá Vatns­firði að Kletts­háls en ekki er búið að skoða færð á Kletts­hálsi.

Veg­ir eru nán­ast auðir í Húna­vatns­sýsl­um og Skagaf­irði. Snjóþekja er í Langa­dal og hálku­blett­ir á Þver­ár­fjalli. Snjóþekja er á Öxna­dals­heið. Á Norður­landi eystra er sumstaðar nokk­ur hálka, einkum á fjall­veg­um og inn til lands­ins þótt víðast sé autt á lág­lendi. Snjóþekja er á Mý­vats­heiði.

Hálka er á Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æf­um og á Vopna­fjarðar­heiði en bú­ast má við versn­andi veðri og ófærð upp úr há­degi. Á Aust­ur­landi er ann­ars víða nokk­ur hálka á Héraði en autt að mestu niðri á fjörðum. Hálka er hins veg­ar frá Hval­nesi með suðaust­ur­strönd­inni í Vík.

Veður­horf­ur næsta sól­ar­hring­inn

Geng­ur í norðaust­an 15-25 m/​s fyr­ir há­degi fyrst syðst. Hvass­ast S- og SA-til, en um landið NV-vert í kvöld og nótt. Snjó­koma eða slydda síðdeg­is en mik­il rign­ing SA-lands og fram á kvöld. Dreg­ur úr vindi S- og A-til í kvöld. Hægt minnk­andi NV-átt á morg­un og snjó­koma eða él fyr­ir norðan, en vest­læg­ari syðra og él, einkum SV-lands. Hiti víða kring­um frost­mark og vægt frost til lands­ins, en hlýrra um tíma síðdeg­is, einkum SA-og A-lands.

Í næstu viku er áfram spáð um­hleyp­inga­sömu veðri og mun Vega­gerðin reyna að nýta alla þá daga sem gef­ast til að opna leiðirn­ar og verða upp­lýs­ing­ar um stöðu mála hverju sinni birt­ar á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar og veitt­ar í síma 1777 .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert