Boðað til mótmæla á morgun

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið á morgun.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið á morgun. mbl.is/Hjörtur

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli kl. 17 á morgun. Þingfundur hefst kl. 15 en þá stendur meðal annars til að halda fyrri umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, um að draga umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til baka, áfram. 

Talið er að um tvö þúsund manns hafi tekið þátt í samstöðufundi á Austurvelli á laugardaginn til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Krafa samstöðufundar var að hætt verði við að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu og að kosið verði um áframhald aðildarviðræðna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert