Kasparov fór að leiði Fischers

Garry Kasparov við leiði Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði.
Garry Kasparov við leiði Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Ómar

Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fór í dag að leiði Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði. Þá ritaði hann einnig í minningabók um Fischer í kirkjunni. 

Kasparov kom hingað til lands í dag og verður fram á þriðjudag. Hann hóf heimsóknina á því að heimsækja N1-Reykjavíkurmótið sem fer fram í Hörpu. Annað kvöld mun hann svo snæða kvöldverð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Garry Kasparov ritar í minningabók um Ficher.
Garry Kasparov ritar í minningabók um Ficher. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert