Þingfundur hefst kl. 15 á morgun og eru 29 mál á dagskrá þingsins. Engir þingfundir fóru fram í vikunni. Til stendur að halda fyrri umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, um að draga umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið til baka, áfram.
Á dagskrá þingsins er einnig fyrri umræða um þingályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur, um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.